Kæli-og frystiklefar

Ísfrost ehf er umboðs og söluaðilar fyrir kæli-og frystiklefa frá Polistamp á Ítalíu og Taver á Spáni. Klefarnir eru í stöðluðum stærðum en einnig er hægt að fá þá sérsmíðaða eftir þínu máli.

Kæli-og frystiklefar eru stór þáttur í okkar starfsemi og nánast vikulega koma sendingar að utan með klefum fyrir viðskiptavini okkar. Við sjáum um uppsetningu og frágang á klefum og kerfum og afhendum búnaðinn tilbúinn til notkunar, yfirfarinn og prófaðann. Klefana er hægt að fá í nánast öllum málsetningum í stöðluðum stærðum og einnig er hægt að sérsmíða klefa eftir þínum málum. Úrval er af hurðum og áferðum á einingum. Hafðu samband við okkur og kynntu þér málið.
Image