Ísfrost ehf hefur um áraraðir rekið deild innan fyrirtækisins sem sérhæfir sig í sölu, uppsetningu og þjónustu á kæli- og frystibúnaði fyrir vöruflutningabíla af öllum stærðum og gerðum. Ísfrost ehf er umboðsaðili Thermo King á Íslandi.

Ísfrost ehf selur og þjónustar kælibúnað í allar gerðir bifreiða, allt frá smáum sendiferðabílum upp í stærstu gerðir vöruflutningabifreiða. Allur kælibúnaður þarf traust og reglulegt viðhald svo hægt sé að treysta á hann og eru kælikerfi flutningabíla engin undantekning. Við sjáum um smurþjónustu og almennar viðgerðir á kælibúnaði ásamt fyrirbyggjandi viðhaldi og þjónustu.

Image