Þjónustan

Ísfrost ehf er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki. Við þjónustum nánast allt sem við kemur kæli og frystikerfum. Kæling hefur verið órjúfanlegur hluti matvælageirans frá ómuna tíð og sífellt verður meiri og ríkari þörf fyrir kælingu víðar í samfélaginu.


Bíladeildin

Ísfrost ehf hefur um áraraðir rekið deild innan fyrirtækisins sem sérhæfir sig í sölu, uppsetningu og þjónustu á kæli- og frystibúnaði fyrir vöruflutningabíla af öllum stærðum og gerðum. Ísfrost ehf er umboðsaðili Thermo King á Íslandi.

Kælideildin

Ísfrost ehf hefur allt frá stofnun fyrirtækisins selt, sett upp og þjónustað allar gerðir kæli- og frystibúnaðar um land allt. Markmið okkar er að veita úrvalsþjónustu og ráðleggingar sem viðskiptavinir okkar hafa notið góðs af í hart nær 25 ár.

Neyðarþjónusta

Ísfrost ehf er með neyðarþjónustu utan hefðbundins opnunartíma fyrirtækisins. Það er alltaf þjónustumaður á bakvakt, 24 tíma sólarhringsins alla daga ársins.


Vörurnar

Hvort sem þig vantar loftkælingu í tölvurýmið, frystiklefa á veitingahúsið eða varmadælu í sumarbústaðinn, þá erum við með lausnina. Áratuga reynsla og viðurkenndur búnaður tryggja þér bestu mögulegu útkomu, sama hvert verkefnið er.Kæli og frystiklefar

Ísfrost ehf er umboðs og söluaðilar fyrir kæli-og frystiklefa frá Polistamp á Ítalíu og Taver á Spáni. Klefarnir eru í stöðluðum stærðum en einnig er hægt að fá þá sérsmíðaða eftir þínu máli.Kæli og frystibúnaður

Ísfrost ehf býður upp á fjölmargar útgáfur af kæli og frystibúnaði, allt eftir þínum þörfum. Við ráðleggjum þér með stærð og gerð búnaðarins eftir því sem hentar þínum aðstæðum hverju sinni.Varahlutir og íhlutir.

Reglulegt viðhald tryggir rétta virkni og lengir líftíma kæli- og frystikerfa. Ísfrost ehf er með gott úrval íhluta og varahluta í flestar gerðir kæli- og frystikerfa.Loftkæling og varmadælur

Loftkæling og varmadælur er svo að segja sami hluturinn nema með gagnstæða virkni. Hér er að finna upplýsingar um eitthvað af þeim búnaði sem við bjóðum upp á.Um okkur


Starfsmenn

Hér er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um starfsmenn Ísfrost.

Um fyrirtækið

Nánari upplýsingar um þá þjónustu sem við veitum og fyrirtækið okkar er hægt að nálgast hér.

Vörurnar

Við aðstoðum viðskiptavini okkar eftir fremsta megni, hér geturu nálgast helstu upplýsingar um þjónustuna okkar.