Loftkæling og varmadælur

Loftkæling og varmadælur er svo að segja sami hluturinn nema með gagnstæða virkni. Hér er að finna upplýsingar um eitthvað af þeim búnaði sem við bjóðum upp á.

Allir vöruflokkar

Loftkæling hefur í langan tíma verið notuð á Íslandi en oftast ekki nema til að kæla niður tölvurými þar sem stýring hitastigs skiptir miklu máli við virkni tölvubúnaðarins. Með hlýnandi veðri og fleiri glerhýsum er orðin þörf fyrir loftkælingu í vinnu og skrifstofurýmum yfir stóran hluta ársins. Varmadælur hafa einnig verið að ryðja sér til rúms sem hentug og sparneytin lausn til upphitunar íbúðar- og sumarhúsa.